Er verið að nota mynd af barninu þínu á netinu?

Leiðbeiningar: Google myndaleit

Er einhver að nota myndir af barninu þínu á netinu – án þess að þú vitir af?

Í ljósi þeirra umræðna, að hver sem er, geti tekið hvaða myndir sem er, sem hafa verið settar á netið og notað í allt öðrum tilgangi en þeim voru ætlaðar – þá koma hér leiðbeiningar um hvernig foreldrar geta athugað hvort myndir af þeim sjálfum eða börnunum þeirra hafa verið “rænt” af vafasömum aðilum og séu jafnvel að finna á einhverjum síðum, annars staðar á netinu.

 

1. Farið inn á www.google.com og smellið á images

Google1

2. Smellið á myndavélina í leitarglugganum

google2

3. Hlaðið þeirri mynd inn sem þið hafið áhyggjur af, að gæti verið komin í dreifingu (eða setjið inn slóðina þar sem hún er geymd á netinu).

Google3

 

4. Google leitarvélin sýnir strax staðina sem þessa mynd er að finna.

Google4

MIKILVÆGAST er einfaldlega að spyrja ykkur sjálf:

 

  • Er þetta mynd sem ég er tilbúin/n að allur heimurinn sjái? Skiptir það miklu máli að birta hana?

 

  • Er ég að birta mynd af barninu mínu sem mun hafa hugsanleg skaðleg áhrif þegar það verður eldra? (gæti verið fyndin mynd núna en niðurlægjandi fyrir barnið síðar)

 

  • Er ég að setja myndina á “öruggan” stað. Eru allar stillingar á “private”?

 

Staðsetning

Síðumúli 33

108 Reykjavík

S. 519 2424