- 9. bekkingar fá fræðslu um þá skaðsemi sem það getur haft í för með sér að fikta við ýmsa vímugjafa s.s. Tóbak, landa og annað áfengi og kannabisefni (marijúana/gras og hass).
- Sérstök áhersla er lögð á að fræða ungmennin um afhverju kannabis veldur þeim skaða sem það gerir hjá einstaklingum undir 18. ára aldri.
- Einnig eru rædd áhrif og skaðsemi efna eins og amfetamíns, kókaíns, vímugjafans MD/ MA, E-taflna, verkjalyfja og sterar.
- Sýndar eru myndir sem undirstrika skaðsemi efnanna og viðtalsmyndbönd við einstaklinga sem hafa lent í vanda vegna neyslu sinnar.
- Markmiðið að vekja nemendur til umhugsunar um skaðsemi vímugjafa og hvetja þau til að taka afstöðu gegn þeim.
- Samhliða nemendafræðslu verður boðið upp á foreldrafundi á kvöldin sem veitir sameiginlegan umræðugrundvöll unglinga og foreldra um þessi mikilvægu málefni.
Fræðslan fellur vel undir markmið aðalnámskrár í lífsleikni þar sem nemendur eru m.a. hvattir til að:
- bera ábyrgð á eigin lífi.
- vega og meta áhrif fyrirmynda.
- taka afstöðu gegn neyslu vímuefna.
- móta sér heilbrigðan og ábyrgan lífsstíl.
Að sama skapi hentar foreldrafræðslan vel sem tæki til að auðvelda uppalendum umræður um ábyrgan lífsstíl og gefur nýja nálgun í þeim efnum gegnum þriðja aðila.
Á foreldrafundunum er m.a. lögð áhersla á að foreldrar og forráðamenn geri sér grein fyrir:
- íslenskum veruleika í heimi fíkniefnanna.
- hvaða hætta steðjar að börnum þeirra í þeim efnum.
- áhrifamætti auglýsinga á unglinga.
- óbeinum áróðri fjölmiðla.
- mikilvægi leiðsagnar í mótun lífsgilda barna sinna.
- að sterkustu forvarnirnar koma heiman að.